Við viljum engin skólagjöld

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ítrekaði á Alþingi í dag þá stefnu flokksins, sem mörkuð var á landsfundi í fyrra, að öllum eigi að standa til boða gjaldfrjáls menntun frá og með leikskóla til og með háskóla.Engin skólagjöld eigi að vera í almennu framhalds-og grunnnámi Sigurður Kári Kristinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að stuðningur við skólagjöld í opinberum háskólum fari vaxandi í samfélaginu. 

Talsverður hiti var í umræðu um skólagjöld, sem Björn Valur Gíslason, varaþingmaður VG, hóf umræðuna í byrjun þingfundar. Vísaði Björn Valur í nýlegt viðtal við Sigurð Kára í Fréttablaðinu þar sem hann sem lýsti skoðun sinni á skólagjöldum en Sigurður Kári er formaður menntamálanefndar Alþingis. Þar sagði hann að stjórnarflokkarnir yrðu að taka afstöðu til þess hvort taka eigi upp skólagjöld í opinberum háskólum og hann teldi það sjónarmið njóta sífellt meiri stuðnings í samstarfsflokknum, þ.e. Samfylkingarinnar.

Ég er algerlega andvígur öllum skólagjöldum í framhaldsskólum og háskólum.Ég tel raunar,að innritunargjöld í háskólum

 hér séu þegar orðin of há.Treysti á að Samfylkingin berjist gegn skólagjöldum. Tryggasta leiðin til þess að tryggja algert jafnrétti til náms er að hafa engin skólagjöld.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Heitar umræður um skólagjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband