Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Á að fara að byggja hjúkrunarheimili?
Verið er að undirbúa áætlun sem felur í sér að biðlistum eftir hjúkrunarrýmum fyrir aldraða verður eytt. Samkvæmt henni verða reist 400 ný hjúkrunarrými á næstu 3-4 árum og fjölbýlum fækkað stórlega, segir félagsmálaráðherra.
Verið er að leggja lokahönd á áætlunina í félags og tryggingamálaráðuneytinu. Árið 2005 var ákveðið að byggja hjúkrunarheimili við Suðurlandsbraut og var stefnt að því að starfsemi þar hæfist árið 2007. Nú er áætlað að heimilið verði tilbúið árið 2010. Hins vegar er óvíst hvort hjúkrunarheimili verði byggt á Lýsislóðinni á Seltjarnarnesi eins og áður hafði verið ákveðið.
Það ber að fagna því,að loks komist skriður á byggingu hjúkrunarheimila.Mörg hundruð manns eru á biðlistum eftir slíku rými. Samfylkingin lofaði því fyrir síðustu kosningar,að byggð yrðu 400 hjúkrunarrými á 2 árum.Ljóst er,að það næst ekki.Það verða liðin 4-5 ár þegar það mark næst.Að sumu leyti hefur miðað aftur á bak í þessu efni,þar eð ekkert hefur orðið úr framkvæmdum við heimili,sem búið var að taka skóflustungur fyrir. Hjúkrunarheimili á Lýsisreitnum verður sennilega ekki byggt. Og loks nú er verið að bjóða út byggingu hjúkrunarheimilis við Suðurlandsbaut sem rætt hefur verið um árum saman. En væntanlæega stendur þetta allt til bóta.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.