Ósmekklegt að gera grín að jómfrúræðunni

Stöð 2 gerði sér mikinn mat úr því í gærkveldi,að varaþingmaður Samfylkingarinnar,Guðný Hrund,varð að stöðva jómfrúræðu sína á alþingi,þar eð  þegar hún var að tala eftir punktum lokaðist skyndilega fyrir og hún mundi ekki framhaldið. Þetta getur alltaf komið fyrir, jafnvel hjá vönum ræðumönnum.Mér finnst ósmekklegt hjá Stöð 2 að gera sér mat úr þessu.  Gott ráð fyrir  tiltölulega óvana ræðumenn,sem eru ekki því öryggari, er  þegar mikið liggur við að hafa ekki aðeins punkta til þess að tala eftir  heldur að hafa einnig skrifaða ræðu við hendina.Það veitir aukið öryggi við flutninginn að vita af skrifuðu ræðunni og ef eitthvað ber útaf má grípa til hennar.Ég óska Guðnyju Hrund alls góðs á stjórnmálaferlinum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Þetta er klár stelpa og hún á eftir að pluma sig fínt. Hún er búin að sanna sig í erfiðu starfi sem sveitarstjóri og þurfti þar að taka til hendinni og taka erfiðar ákvarðanir sem reyndust sveitarfélaginu vel. Þó hún hafi aðeins lokast þá eru það engin endalok fyrir hana. Enda stóð hún sterk eftir og lét engan bilbug á sér finna.

Gísli Sigurðsson, 18.4.2008 kl. 10:11

2 Smámynd: Landfari

Gat nú ekki betur séð en hún nýtti tækifærið sem stöð 2 bauð uppá til að snúa spilinu algerlega við. Kom út sem fagmanneskja sem kann að taka á vandamálum sem koma uppá.

Það geta allir ratað í vandaræði, það hefur nú sennilega komið fyrir okkur flest ef ekki öll. Það er hvernig maður breggst við sem greinir á milli þeirra sem hafa hæfileika og hinna. Hún á Stöð tvö mikið að þakka að gefa henni færi á að skjóta niður allar efasemdarddir strax í fæðingu.

e.s. En það fer miklu betur á að hafa skrifaða ræðu við höndina en ekki hendina.

Landfari, 18.4.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband