Laugardagur, 19. apríl 2008
Borgin:Áætlanir í orkumálum hafa hrunið eins og spilaborg
Kjartan Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir það liggja í augum uppi að Orkuveitan, OR, geti ekki farið eftir samningi sem kunni að vera ólögmætur og því beri fyrirtækinu ekki að kaupa hlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja, HS.
Hann segir enn óákveðið hvort Orkuveitan áfrýi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að Orkuveitan megi ekki eiga meira en 3% hlut í Hitaveitunni.
Orkuveita Reykjavíkur þarf nú að endurmeta allt eignarhald sitt á hlutum í Hitaveitu Suðurnesja. Allar forsendur kaupa fyrirtækisins á hlutum í Hitaveitunni virðast vera brostnar, af ýmsum ástæðum. Á haustmánuðum var fyrirhugað að Orkuveitan legði hlut sinn inn í dótturfyrirtækið Reykjavík Energy Invest, REI. Þær fyrirætlanir fóru út um þúfur þegar borgarstjórnarmeirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks féll í október.
Allar fyrirætlanir Sjálfstæðisflokksins í orkumálum,útrás utan lands og innan hafa hrunið eins og spilaborg.OR má ekki eiga nema 3% i Hitaveitu Suðurnesja. Og engin samstaða er meðal borgarfulltrúa Sjalfstæðisflokksins um útrás erlendis. Sumir vilja selja REI og hætta öllum útrásaráætlunum.Aðrir vilja fara mjög varlega í útrásarverkefni erlendis. Þeir vilja,að einkafyrirtæki taki þátt í útrásarverkefnum og áhætta OR verði í lágmarki. Björn Ingi Hrafnsson sagði í Kastljósi í gær,að Sjálfstæðisflokkurinn stæði í sömu sporum í þessum málum í dag eins og sl. haust. Stefnan hefði enn ekki verið ákveðin.
Björgvin Gu'ðmundsson'
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.