Laugardagur, 19. apríl 2008
Einkavæðing bankanna hér eins og í Rússlandi!
Þorvaldur Gylfason prófessor skrifar mikla grein um efnahagsmál i Fréttablaðið í dag. Kemur hann víða við í greininni og fer yfir allt sviðið. Hann segir,að einkavæðing bankanna hér hafi farið fram eins og einkavæðing í Rússlandi. Bankarnir hafi verið afhentir vinum foringja stjórnarflokkanna, mönnum,sem höfðu enga reynslu af rekstri banka en ekki fengnir fagmenn eða erlendir aðilar til þess að reka bankana. ( Sendinefnd,sem kom frá Svíþjóð og hafði áhuga á fjárfestingu í bönkunum var strax send heim aftur.Horfið var frá dreifðri eignaraðild í bönkunum) Þorvaldur segir,að íslensku bankarnir hafi hagað sér eins og kálfar,sem sleppt er út á vorin. Þeir hafi slegið ótæpilega lán erlendis og séu nú gífurlega skuldsettir.Undirstöður bankanna eru traustar en ef fjármálakreppan nær að kroppa í undirstöðurnar er voðinn vís. Þorvaldur segir,að íslenskir sérfræðingar hafi varað við því,að svipað ástand mundi geta skapast hér og gerðist í Asíu. Það hafi nú gerst. En þegar viðvaranir voru birtar var skellt skollaeyrum við þeim.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.