Laugardagur, 19. apríl 2008
Ísland verður að leyfa innflutning á hráu kjöti
Vissir Framsóknarþingmenn með Guðna Ágústsson í broddi fylkingar berjast nú gegn því,að Ísland samþykki matvælatilskipun EES sem m.a. gerir ráð fyrir innflutningi á hráu kjöti,einkum svínakjöti og kjúklingakjöti.Einar K.Guðfinnsson reyndi að slá sig til riddara á þessari tilskipun og lét í veðri vaka á fundi í Valhöll, að hann væri að berjast fyrir þessari breytingu af frjálræðisást einni saman. En Valgerður Sverrisdóttir benti á í ræðu á alþingi,að hér væri einungis um tilskipun frá EES að ræða sem Ísland yrði að taka upp. Hún þyrfti að segja Guðna Ágústssyni það. Ekki var annað á Valgerði að heyra en að hún væri samþykk þessari tilskipun. En nú heldur Guðni með Bjarna Harðar í eftirdragi,að hann geti grætt einhver atkvæði á því að leggjast gegn þessari tilskipun.
Ísland á ekkert val í þessu efni. Við verðum að taka upp þessa tilskipun hvort sem okkur líkar betur eða ver. Ef við gerum það ekki getur ESB fellt úr gildi tollalækkanir á sjávarafurðum,sem, við njótum í ESB löndum.Það er engin hætta á ferðum fyrir íslenskan landbúnað þó flutt sé hingað inn hrátt svínakjöt og kjúklingakjöt. Framleiðsla á því kjöti hér heyrir ekki undir hefðbundinn landbúnað. Það verður meiri hætta fyrir íslenskan landbúnað,þegar allir tollar á innfluttu kjöti verða felldir niður eins oig stefnt er að.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Facebook
Athugasemdir
Fínn kjúlli frá þessum http://www.lielzeltini.lv/index.php?lang=ENG
Lárus Baldursson (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.