Hvað fór úrskeiðis i lífeyrismálum aldraðra?

Hvað hefur farið úrskeiðis í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja hjá núverandi ríkisstjórn? Það,sem hefur farið úrskeiðis er eftirfarandi: Ákvæði stjórnarsáttmálans um kjarabætur til handa öldruðum eru of veik.Það er sagt að bæta eigi stöðu aldraðra og öryrkja en ekkert sagt hvernig.Hér ber Samfylkingin mesta sök. Hún átti sð krefjast þess að nægilega skýr ákvæði um kjarabætur aldraðra væru sett í stjórnarsáttmálann.Til þess að sjá hvað stjórnarflokkarnir ætluðu að gera fyrir aldraða verður að fara í kosningastefnuskrárnar.Samfylkingin setti fram sem fyrsta mál sitt í kjaramálum,að lífeyrir aldraðra frá TR yrði hækkaður svo mikið,að hann dygði fyrir framfærslukostnaði eins og hann væri metinn í neyslukönnun Hagstofunnar. En hvers vegna var þá ekki byrjað á Því að efna þetta ákvæði? Hvers vegna var byrjað á tekjutengingum?Það er vegna þess,að það er ódýrara fyrir ríkissjóð að draga úr tekjutengingum t.d. vegna atvinnutekna en að hækka lífeyrinn eins og lofað var. Það kostar ríkissjóð lítið sem ekkert að draga úr skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. Og það kostar lítið að afnema skerðingu tryggingabóta vegna tekna maka.Þetta er skýringin á því hvers vegna hækkun lífeyris situr á hakanum. Síðan er verið að koma með alls konar skýringar og gefa til kynna,að það að draga úr tekjutengingum sé jafngildi hækkunar lífeyris. En að sjálfsögðu er svo ekki. Breyting á tekjutengingum tekur til mikils minnihluta aldraðra og öryrkja en hækkun lífeyris tekur til allra. Sá er munurinn. Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband