Sunnudagur, 20. apríl 2008
Geir:Unnið baki brotnu að því að leysa efnahagsvandann
Geir H. Haarde,forsætisráðherra flutti ræðu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins sl. föstudag.Þar sagði hann,að ríkissstjórni og Seðlabankinn ynnu baki brotnu að því að leysa efnahagsvandann.Einkum væri mikið unnið að málinu í Seðlabankanum.
Þar kom að því,að þeir fengu eitthvað að gera í Seðlabankanum.Þeir eru þá ekki aðeins að naga blýanta þar í dag. Geir sagði,að mál þetta væri mjög erfitt viðureignar og það gæti tekið langan tíma að leysa það. Stjórnvöld tala mikið í gátum um efnahagsbandann og fjármálakreppuna en það sem Seðlabankinn mun vera að glíma við fyrst og fremst er að útvega stórt lán erlendis á góðum kjörum til þess að auka gjaldeyrisvarasjóðinn. Það er mjög erfitt að fá stórt lán á góðum kjörum vegna þess að íslensku bankarnur hafa spillt orðspori Íslands erlendis. Ríkissjóður er skuldlaus en bankarnir skulda óheyrilegar fjárhæðir.Ekki er unnt að taka stórt lán á hvaða kjörum sem er. Þess vegna getur tekið langan tíma að útvega stórt lán.
Talið er nauðsynlegt að auka gjaldeyrisvarasjóðinn mikið. Það mundi styrkja stöði Íslands og það mundi styrkja stöðu bankanna. Þáð væri þá unnt að benda á ,að Seðlabankinn stæði á bak við bankana.Sérfræðingar hafa bent á,að aðalatriðið sé að nægilegur sjóður sé til í Seðlabankanum,þannig að unnt sé að benda á hann en ekki sé víst að koma þurfi til þess að lána bönkunum fé.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.