1419 bókatitlar gefnir út á einu ári

Árið 2006 komu út 1419 bókatitlar hér á landi en það jafngildir 4,6 bókum á hverja 1000 íbúa. Útgefnum bókum hefur fækkað nokkuð á undanförnum árum eða um 275 frá því að flestar bækur komu út árið 2000. Það ár voru sex bækur gefnar út á hverja 1000 íbúa.

Þetta kemur fram í tölum, sem Hagstofan hefur tekið saman. Langflestar þeirra bóka sem gefnar eru út ár hvert eru íslensk höfundarverk, rituð á íslensku, eða nærri þrjár af hverjum fjórum útgáfum. Hlutur þýðinga hefur þó aukist jafnt og þétt á árabilinu. Hlutur þýðinga nam 22 af hundraði árið 1999 samanborið við 27 af hundraði árið 2006.

Ísland er mikil bókaþjóð og mikið gefið   út af bókum hér eins og framangreindar tölur bera með  sér  enda þótt aðeins hafi dregið úr því.Það er vissulega margt í dag,sem togar í fólk,sjónvarpið,tölvutæknin og fleira og fleira, en bókin hefur hefur staðist áhlaupið.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is 4,6 bækur á hverja þúsund íbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband