Fjölsótt ráðstefna Samfylkingar um kvótakerfið

Rúmt hundrað manns sótti ráðstefnu sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á laugardaginn um „kvótakerfi á krossgötum“ og álit mannréttindanefndar SÞ. Fundarsalurinn á Grandhóteli var pakkfullur og nokkur hiti í mönnum en gerður góður rómur að máli framsögumanna og þátttakenda annarra – nema ef til vill fulltrúa LÍÚ í pallborðsumræðum.

Fundurinn var haldinn til að athuga stöðu fiskveiðistjórnkerfisins eftir álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og ræða um viðbrögð Íslendinga sem þurfa að liggja fyrir eftir nokkrar vikur. Auk Karls V. Matthíassonar nefndarformanns voru framsögumenn þau Lúðvík Kaaber, lögmaður sjómannanna tveggja sem sóttu málið til SÞ-nefndarinnar, Aðalheiður Ámundadóttir laganemi við HA sem hefur skrifað sérstaklega um álit mannréttindanefndarinnar, Jóhann Ársælsson fyrrverandi alþingismaður sem skýrði stefnu Samfylkingarinnar í málinu og lagði fram nýja leið til lausnar og sátta (sjá aðra frétt hér á vefnum) og Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor sem telur að kerfið sé bæði „löglaust og siðlaust“. Í pallborðið bættust við  Vilhjálmur Jens Árnason aðstoðarframkvæmdastjóri LÍÚ og Hallgrímur Guðmundsson frá Framtíð – samtökum sjálfstæðra í sjávarútvegi.

Ég er mjög ánægður með það að Samfylkingin skuli nú hafa tekið kvótakerfið á dagskrá á ný eftir nokkurt hlé.Það verður heldur ekki hjá því komist að afgreiða  það mál vegna álits Mannréttindanefndar Sþ Álitið er bindandi. Ég tel  hugmynd Jóhanns Ársælssonar um sáttaleið mjög athyglisverða.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég sat þessa ráðstefnu og hafði bæði gagn og gaman af. Það sem hinsvegar vekur undrun er að það skuli varla hafa verið minnst á hana í fréttum? Það er nú ekki svo mikið eða fjölbreytt sem sett er fram í umræðunni um kvótakerfið í sjávarútveginum, að maður hefði nú haldið að margt af því sem þarna kom fram ætti erindi við almenning?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.4.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband