Munu Íslendingar miðla málum í Miðausturlöndum?

Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, er staddur hér á landi og ræddi við Ólaf Ragnar Grímsson forseta á Bessastöðum í morgun. Abbas, Saeb Erekat aðalsamingamaður Palestínumanna og Ahmed Qurei, fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu, ásamt fleiri palestínskum samningamönnum, eru á leið til Washington til framhalds viðræðna við ríkisstjórn Bandaríkjanna um leiðir til friðar í Miðausturlöndum.

Abbas og Erekat ræddu við fréttamenn á Bessastöðum laust fyrir hádegi. Þeir sögðust finna fyrir einlægum áhuga Íslendinga á að koma á friði milli Ísraela og Palestínu.

Þeir sögðu að sögunni hafi verið breytt með leiðtogafundinum 1986; enginn hefði trúað því þá en það væri engu að síður raunin. Þeir lögðu áherslu á það að þrátt fyrir að íslenska þjóðin væri fámenn gæti hún haft mikil áhrif; hugmyndirnar skipta öllu en ekki stærð og styrkur þjóða.

,,Deilan milil Ísraels og Palestínu hafði staðið í hálfa öld þegar frumkvæði kom frá Norðmönnum sem breytti stöðunni algjörlega. Þess vegna fer það ekki eftir stærð landa, ríkidæmi eða fátækt, að árangur næst heldur fer alllt eftir hugmyndunum og stórar hugmyndir eru oft fyrirferðarlitlar í byrjun," sagði Abbas á Bessastöðum í morgun.

Á sama hátt og Norðmenn tóku að sér mikilvægt hlutverk í friðarviðræðum milli íSRAELS  og Palestínuaraba gætu Íslendingar gert það. Deiluaðilar treysta Íslendingum.Ísland gæti orðið nokkurs konar friðarmiðstöð fyrir heiminn.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband