Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Samráð hafið milli ríkis og verkalýðshreyfingar
Forsætis- og utanríkisráðherra funduðu með fulltrúum Alþýðusambands Íslands í gær til að fara yfir stöðuna í efnahagsmálum og forsendur kjarasamninga. Utanríkisráðherra hvetur til að menn fari varlega í verðhækkunum þrátt fyrir lækkandi gengi krónunnar.
Þegar kjarasamningar á almennum vinnumarkaði voru undirritaðir 17. febrúar var 12 mánaða verðbólga 5,8%. Nú mælist hún 8,7% og er því spáð að hún fari jafnvel upp í 10% fljótlega. Þetta hefur vakið upp spurningar um hvort forsendur kjarasamninga séu brostnar en ein þeirra var að verðbólga myndi hjaðna.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ,utanríkisráðherra, segir að á fundinum með ASÍ hafi staðan verið rædd, sem og mikilvægi þess að ná verðbólgunni niður.
,, Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta að við viljum gera það sameiginlega. Vandinn sem við eigum við að etja er að mörgu leyti vandi á erlendum mörkuðum og síðan hafa menn verið of bráðir við að hækka vöruverð og við verðum að stemma stigu við því." Það er allavega ljóst að forsendurnar gætu brostið ef fram heldur sem horfir. Það eru auðvitað endurskoðunarákvæði innan í kjarasamningnum. Eftir áramót þá setjast menn bara yfir það verkefni að vinna sig út úr því. Við hljótum öll að leggjast á árarnar að reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til aðforsendurnar haldi," segir Ingibjörg Sólrún.
Ég fagna því að samráð milli ríkisstjórnar og verkalýðshreyfingar skuli hafið. Það hefur verið kallað eftir þessu samráði.Nú þarf að gera allt sem mögulegt til þess að stöðva verkhækkanir og helst þarf að þrýsta verðlagi niður,hafi það hækkað.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.