Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Skuldatryggingarálag bankanna lækkar
Skuldatryggingarálag íslensku viðskiptabankanna þriggja hefur lækkað umtalsvert í dag. Er álagið nú hæst hjá Glitni, 500 punktar, en það hefur lækkað um 100 punkta í dag. Hjá Kaupþingi er álagið 487,5 punktar, hefur lækkað um 87,5 punkta, og hjá Landsbanka 337,5 punktar, hefur lækkað um 62,5 punkta.
Þetta eru ánægjulegar fréttir. Þær benda til þess að bankarnir séu að rétta sig af eftir óróleikann á fjármálamörkuðunum. Ef álagið heldur áfram að lækka munua bankarnir af eigin rammleik geta endurfjármagnað erlendar skuldir sínar á viðunandi kjörum. En bankarnir verða ei að síður að breyta algerlega um stefnu: Taka upp varfærna stefnu og hætta stanslausum fjárfestingum erlendis.Og Seðlabankinn verður að fylgjast með lántökum bankanna erlendis og setja hemil á þær ef þörf krefur.
Björgvin Guðmundsson
Skuldatryggingarálag lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.