Gengistap Orkuveitunnar 26 milljarðar á þessu ári

Gengistap Orkuveitu Reykjavíkur (OR) vegna erlendra lána er yfir 26 milljörðum króna það sem af er ári. Langstærsti hluti skulda Orkuveitu Reykjavíkur er í erlendum myntum samkvæmt ársreiningi fyrirtækisins 2007. Þetta jafngildir nær 30% af bókfærðu eigin fé fyrirtækisins við lok síðasta árs.

Í lok síðasta árs námu heildarskuldir OR um 102,5 milljörðum króna og hækkuðu um 31,8 milljarð á árinu. Vaxtaberandi skuldir námu alls 92,6 milljörðum og hækkuðu um 27 milljarða á milli ára.

 Yfir 92% vaxtaberandi skulda fyrirtækisins eru í erlendum myntum eða 85,7 milljarðar króna. Liðlega 6,9 milljarðar eru verðtryggðar íslenskar skuldir.

Þetta eru óhuggulega mikar erlendar skuldir og mikið gengistap.Að vísu eru eignir OR gífurlega miklar.Ljóst er samkvæmt  þessum tölum,að ekkert vit  er í því,að OR sé að leggja fé í fjárfestingu erlendis. Fyrirtækið á að hugsa um sína viðskiptavini í Reykjavík og nágrenni  fyrst og fremst.

 

Björgvin Guðmundsson

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband