Miðvikudagur, 23. apríl 2008
Almenningi ofbýður hátt verð á bensíni og olíum
Atvinnubílstjórar eru nú að loka Suðurlandsvegi við Olís-stöðina við Rauðavatn í báðar áttir. Samkvæmt upplýsingum blaðamanna mbl.is sem er á staðnum eru um tuttugu flutningabílar á staðnum og fjölgar jafnt og þétt í hópnum.
Sturla Jónsson, talsmaður atvinnubílstjóra, sagði í samtali við mbl.is í morgun að bílstjórarnir væru að taka hvíldartíma og að það væri misjafnt eftir mönnum hversu langan vinnutíma þeim bæri að taka.
Þá sagðist hann bíða eftir því að þjóðin fari að standa í lappirnar" og taka þátt í mótmælaaðgerðum bílstjóranna. Spurður um það hvort það flæki ekki málið að bílstjórar séu að mótmæla álögum sem varði allt samfélagið annars vegar og atriðum er varða atvinnumál þeirra hins vegar sagði hann að svona væri þetta bara. Sum hagsmunamál varði aðallega þrönga hópa en önnur bæði einstaka hópa og samfélagið í heild.
Fram til þessa hafa aðgerðir bílstjóra notið nokkuð mikillar samúðar almennings. Spurning er þó hvað sú samúð helst lengi.Ég hygg t.d. ,að barátta bílstjóra fyrir undanþágum frá vinnutímareglum ESB njóti ekki mikillar samúðar,þar eð þar er um umferðaröryggi að ræða.Bílstjórar þurfa sinn hvíldartíma eins og bílstjórar úti í Evrópu. Samgönguráðherra hefur sagt,að ekki verði slakað á umferðaröryggiskröfum. Almenningur er áreiðanlega sammála því. En hins vegar ofbýður öllum hið háa verð á besíni og dieselolíu.Í þeirri baráttu njóta bílstjórar mikillar samúðar.
Björgvin Guðmundsson
Bílstjórar taka hvíldartíma" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Varðandi hvíldartíma ökumanna finnst mér skipta miklu máli hvernig er staðið að málum. Það virðist enginn sveigjanleiki í kerfinu, þannig að ef það eru komnir 4,5 tímar á skífuna hjá köllunum þá verða þeir að gjöra svo vel að stoppa, hvort sem aðstaða er til eða ekki, uppi á Holtavörðuheiði, við allt og mjóan veginn í Borgarfirðinum, svo mætti lengi telja. Það þarf einhvern sveigjanleika þannig að menn nái í næsta áningarstað refsingarlaust. En varðandi eldsneytisverðið þá er þetta bara ekki í okkar höndum, heimsmarkaðsverðið er það sem mestu ræður. Ég hélt að ég yrði seint sammála Pétri Blöndal, en þarna erum við sammála. Og ég hef bent á það annarsstaðar að þessar mótmælaaðgerðir eru eingöngu stundaðar af einyrkjum sem greinilega hafa samið af sér og ekki gert ráð fyrir því að mögulega gæti eldsneyti hækkað og sitja uppi með það að geta ekki hækkað gjaldskrána sína gagnvart sínum viðskiptavinum. Eða hafið þið séð Samskips eða Eimskips bíla í þessum mótmælum nú eða bíla frá Ístak?
Gísli Sigurðsson, 23.4.2008 kl. 11:52
Einhverstaðar heyrði ég það að það sé búið að fara fram á það í hinu háa Brussel að fá undanþágu frá hvíldartímaákvæðinu ... Hef það reyndar ekki staðfest.
Það er reyndar mín skoðun að það mætti hafa einhverjar hliðranir á þessu. Alls ekki endalaust en kannski mættu bílstjórar aka í 6 tíma eða svo, þannig að þeir geti komist vel á milli stæðstu staða. Annars finnst mér best þegar ég er á hringferð á mínum einkabíl að aka ekki lengra en eins og 2 tíma í einu. Enda er þá kominn tími á að rétta aðeins úr löppunum og fá sér eins og eina sígarettu :)
Valur Hafsteinsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.