Geir ræddi við Brown

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að fundur hans og Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, í Downing stræti 10 í Lundúnum í gærmorgun hafi verið góður og árangursríkur en ráðherrarnir þekkjast ágætlega frá þeim tíma er þeir gegndu starfi fjármálaráherra. Meðal þess sem ráðherrarnir ræddu voru alþjóðleg efnahagsmál, öryggismál og orkumál en Brown hefur mikinn áhuga á jarðhita og grænni orku.

Að sögn Geirs ræddu þeir fjölmörg málefni, meðal annars ástandið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og áhrif þess á íslenskan og breskan fjármálamarkað. Geir segir að Brown sé góður viðmælandi um þessi mál enda þekki hann þau vel sem fyrrum fjármálaráðherra. Brown sé jafnframt vel að sér um íslenskan fjármálamarkað. 

Geir segir að hann hafi bent Brown á tengslin milli Íslands og Bretlands en um 120 þúsund manns starfi fyrir íslensk fyrirtæki í Bretlandi.

Gordon Brown og Geir H. Haarde ræddu einnig samstarf á sviði öryggismála á friðartímum á fundinum í  gærmorgun. Að sögn Geirs vilja Bretar undirrita viljayfirlýsingu um samstarf um öryggismál líkt og Danir og Norðmenn hafa þegar gert við Íslendinga. Eru viðræður langt komnar við Breta um þessi mál og gerir Geir ráð fyrir því að hægt verði að undirrita viljayfirlýsingu þar að lútandi þegar utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, kemur til Bretlands á næstunni. 

Það eru skiptar skoðanir um utanferðir íslenskra ráðamanna.Ég er þó þeirrar skoðunar,að það sé af hinu góða að Ísland efli tengsl sín við Bretland og því er eðlilegt að Geir sæki Gordon Brown forsætisráðherra Breta heim.Ísland hefur alltaf haft mikil og góð  samskipti við Bretland. Þannig var það á tímum síðari heimstyrjaldarinnar og alla tíð hefur Bretland verið eitt besta viðskiptaland okkar. Nú hefur útrás okkar til Bretlands bætst við.120 þús. manns starfa við íslensk fyrirtæki í Bretlandi. Það er ekki lítið.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Geir: Góður og árangursríkur fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband