Föstudagur, 25. apríl 2008
Verðlag hækkar meira en launin!
Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar er verðbólgan nú 8,7% á ársgrundvelli. Launavísitalan hefur hins vegar hækkað um 7,8% á ársgrundvelli.Hvað þýðir þetta? Jú,það þýðir það,að kaupmáttur er minni en enginn.Hann er neikvæður. Það er ekki aðeins að launahækkanir eyðist allar í verðbólgunni,heldur miðar okkur aftur á bak. Þetta er slæmt fyrir launþega á almennum vinnumarkaði og þetta er einnig slæmt fyrir lífeyrisþega. Lífeyrisþegar eru að vísu enn verr settir en launþegar,þar eð þeir mega ekki aðeins sæta því að verðbólgan éti upp hækkun á bótum heldur hafa stjórnvöld einnig ákveðið að þrýsta bótunum niður: Þegar launþegar fá 15% hækkun á launum,fá lífeyrisþegar 9,4% hækkun!
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.