Föstudagur, 25. apríl 2008
Er mengunarlosun hér að sprengja ramma Kyoto bókunar?
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur óskað eftir því við Umhverfisstofnun að hún útbúi nýja spá um mengunarlosun á Íslandi á næstu árum þar sem sérstaklega verði kannað hvort hætta sé á að losun á landinu sprengi ramma Kyoto-bókunarinnar fyrir árin 200812. Í nýrri skýrslu frá stofnuninni sem kynt var á miðvikudag kom í ljós að losunin milli 2005 og 2006 óx verulega umfram spár, eða um 14%, og virðist losun frá álverksmiðju Norðuráls á Grundartanga valda mestu, en losun frá samgöngum bílunum fyrst og fremst er einnig um að kenna.
Það er áhyggjuefni hve mengunarlosun hefur aukist mikið hér. Við erum alltaf að guma af því hve vistvænt sé hér og orkan endurnýjanleg. En mengunarlosunin er óhuggulega mikil. Það verður að draga úr henni.
Björgvin Guðmundssson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er umhugsunarefni að losun fluorkolefna hjá Norðuráli virðist vera miklu mun meiri á hvert framleitt tonn af áli en t. í Sraumsvík.
Aftur á móti er umræðan um Kyoto bókanir og mengun íslendinga á villigötum.
Margsinnis hefur verið bent á, með afar sannfærandi rökum, að með því að nýta okkar vistvænu orku til orkufreks iðnaðar einsog álvera þá leggjum við mest af mörkum til að draga úr losum á CO2.
Einfalt dæmi: Ef Ísland framleiddi 2 milljónir tonna af áli á ári þá 2.000.000 x1,7 tonn CO2= 3.400.000.- tonn af CO2.
Aftur á móti ef framleiðslan færi fram í Kína og rafmagnið framleitt með kola raforkuveri, þá lítur dæmið svona út: 2.000.000. x(12,5+1,7)=28.400.000. tonn af CO2.
Það munar 25.000.000 tonnum. 25 milljón tonnum.
Tryggvi L. Skjaldarson, 25.4.2008 kl. 17:38
Til að draga inn í þessa útreikninga forsendur af þessu tagi þarf einnig að reikna út losun vegna flutninga hrááls hingað og áls héðan þangað sem það er notað. Þessir útreikningar eru því miklu flóknari ef öll kurl eru dregin til grafar.
Svo er einnig umhugsunarvert hve mikið útstreymi fer úr votlendi því sem raskað er þegar verið er að stífla ár og veita þeim á flatlendi þar sem þetta votlendi er. T.d. er rætt um að í þeim hluta Þjórsárvera sem Landsvirkjun hugðist leggja undir vatn, hefði mikla losun í för með sér. Mýrarnar binda nefnilega mikið af þessum lofttegundum sem áhyggjur eru af.
Gott væri að virkjanasinnar drægju allar forsendur útreikninga fyrst þeir vilja ljá máls á þessum sjónarhól.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 26.4.2008 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.