Bankarni komi sér upp varasjóði

Geir Haarde forsætisráðherra segir það athyglisverða hugmynd hjá Björgólfi Guðmundssyni, stjórnarformanni Landsbankans, að stofnaður verði þjóðarsjóður. Geir vill hins vegar að bankarnir sjálfir komi sér upp varasjóði.

Björgólfur stakk upp á því í ræðu sem hann hélt á aðalfundi bankans á miðvikudag að Íslendingar kæmu sér upp þjóðarsjóði sem hefði tekjur af auðlindum lands og hugviti þjóðarinnar. Sjóðurinn myndi stuðla að stöðugleika og með honum væri unnt að verja efnahagslífið fyrir áföllum á borð við þau sem dunið hafa yfir undanfarna mánuði.

Björgólfur sagði að vildu Íslendingar halda sjálfstæðri efnahagsstjórn, eigin gjaldmiðli og óbreyttri þátttöku í alþjóðaviðskiptum, væri nauðsynlegt að koma upp mjög öflugum varasjóði.

Geir Haarde forsætisráðherra segir hugmyndina um þjóðarsjóð athyglisverða. Norðmenn hafi olíusjóðinn en íslenska lífeyrissjóðskerfið sé sambærilegt við hann. Það væri gagnlegt að byggja upp öflugan varasjóð. Á hinn bóginn megi halda því fram að skuldlaus ríkissjóður jafngildi varasjóði, því hann hafi mikla möguleika að afla sér fjármuna.

Ég tek undir þá hugmynd,að bankarnir  komi sér upp varasjóði. Ef einhverjir eiga að  leggja til hliðar vegma áfalla sem fjármálakerfið getur orðið fyrir eru það bankarnir. Mestu vandræðin í fjármálakerfinu í dag eru hjá bönkunum.Þeir verða   axla ábyrgðina.Þeir þurfa að leggja til hliðar og þeir þurfa að koma   sér út úr þeim erfiðleikum,sem þeir hafa komið sér í.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband