Styrmir berst gegn aðild okkar að ESB

Styrmir Gunnarsson ritstjóri Mbl. berst nú hatrammlega gegn því,að Ísland  gerist aðili að Evrópusambandinu. Reykjavíkurbréfið fyrir viku var helgað þessari baráttu og aftur í dag.Í Reykjavæikurbréfi fyrir viku ræddi Styrmi erfiðleika  Spánar og Írlands og raunar að nokkru erfiðleika Ítalíu en öll þessi lönd eru í ESB.Styrmir sagði fyrir viku,að  þrátt fyrir mikla erfiðleika í efnahagsmálum gætu Spánverjar ekkert gert annað en að væla,þar eð þeir gætu ekki hreyft gengið eða vextina,Það væri í höndum Seðlabanka Evrópu. Gaf Styrmir til kynna,að  það væri vegna aðildar Spánar að ESB og Mynbandlagi Evrópu,sem illa væri komið fyrir Spáni og raunar væri það sama að segja um Írland. Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra svaraði Reykjavíkurbréfi Styrmis og kvað það alrangt  að það væri vegna aðildar að ESB að þessi lönd ættu í efnahagserfiðleikum.Þvert á móti hefði orðið mikill uppgangur í löndum þessum vegna aðildar að ESB. Áður hefði verið mikið atvinnuleysi í löndum þessum og lífskjör bág. Lífskjörin hefðu stórbatnað og  atvinna aukist mikið.- Styrmir heldur baráttu sinni áfram gegn ESB í dag í Rvíkurbréfi. Hann mun láta af starfi  ritstjóra í byrjun júní. Þá tekur við Ólafur Stephensen. Ólafur er mun hlynntari ESB en Styrmir.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband