Áróður Staksteina gegn Samfylkingunni

Staksteinar Mbl. ráðast harkalega gegn Samfylkingunni.Segir í Staksteinum,að Samfylkingin sé ekki jafnaðarmannaflokkur  eða sósialdemokratiskur flokkur. Þetta er aðeins  flokkur Kvennalista og Alþýðubandalags segir Mbl. Til marks um þetta nefnir  höfundur  Staksteina,að Samfylkingin vinni ekki nóg í velferðarmálum jafnaðarmanna heldur hafi meira áhuga á feminista málum. Þetta er ekki nýr áróður í Mbl. Þessi áróður hefur verið rekinn í Mbl. allt frá því ríkisstjórnin var mynduð. Mbl. hefur frá byrjun verið á móti ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og blaðið hefur sérstaklega verið á móti  Ingiibjörgu Sólrúnu.Sami áróður var rekinn gegn Alþýðuflokknum á sínum tíma og sagt,að hann sinnti ekki málum  jafnaðarstefnunnar en stjórnmálasagan sýnir annað.Ég spái því að eins verði með Samfylkinguna.Enda þótt ég gagnrýni Samfylkinguna fyrir að vinna ekki nógu hatt í þessum málum tel ég,að hún muni um síðir koma stefnumálum jafnaðarmanna fram.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband