Hvannadalshnjúkur heillar

Starfsfólk Símans sem lagði á Hvannadalshnjúk kl. 00:30 er komið á tindinn í góðu veðri og sendir nú út hljóð og mynd frá tjaldbúðum sínum frá tindinum í gegnum nýjan langdrægan 3G sendi sem settur hefur verið upp skammt frá Vatnajökli. Leiðangursstjóri er Haraldur Örn Ólafsson fjallagarpur.

Haraldur sagði að hópurinn myndi dvelja um klukkustund á toppnum og prófa sendingarbúnaðinn og símasambandið en síðan yrði haldið niður og reiknaði hann með um fjögurra tíma göngu til byggða.

„Það er alveg 360 gráðu tært útsýni. Maður sér Mýrdalsjökul alveg og inn á allt hálendið og Vatnajökul hér fyrir aftan okkur og inn í Kverkfjöll og um allt land má segja," sagði Haraldur Örn í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

„Við höfum gengið jafnt og þétt og hópurinn í góðu formi, margir eru auðvitað pínu þreyttir en allir mjög sprækir," sagði Haraldur Örn. Hópurinn gekk fyrsta hluta leiðarinnar með ljós til að rata en þó var ekki algert myrkur og að sögn Haraldar var mjög gott veður alla leiðina.

 Í ferðinni eru 55 starfsmenn og 7 fararstjórar ásamt nokkrum meðlimum úr björgunarsveit Akraness sem ætla að halda stjórnarfund félagsins ofan af Hvannadalshjúknum.

Stór hópur göngugarpa undirbýr sig af kappi fyrir að ganga á Hvannadalshnjúk í sumar. Hefur hópurinn gengið á mörg fjöll að undanförnu,Eyjafjallajökul,Esjuna,Skarðsheiði og Hekla er a dagskrá.

 

Björgvin Guðmundsson

.

Fara til baka Til baka


mbl.is Bein útsending frá Hnjúknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband