Verð á kjúklingum hækkað um 30% í Nóatúni!

Nóatúns verslanirnar hafa um langt skeið selt steikta kjúklinga og  hafa þeir verið mjög vinsælir hjá viðskiptavinum.En nú bregður svo við ,að verðið á  heilum kjúklingunum  er hækkað um 30% eða úr 998 kr í 1298 kr. Þetta er algert okur. Það er nýbúið að gera nýja kjarasamninga og meðalhækkun taxtalauna hjá láglaunafólki  var 7,3%. Verðbólgan er 8,7% á   ársgrundvelli.Kauphækkun nýgerðra kjarasamninga rýkur út í veður og vind. En Nóatún lætur sér ekki nægja að hækka um svipað og nemur aukningu verðbólgunnar þ.e.,um 8-10%. Nei  Nóatún  hækkar um 30%.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Það er mikil hækkun á kjúklingaafurðum í gangi núna.  Er ekki höfuðástæðan stórhækkað innflutningsverð á fóðri sem bærist síðan við almenna verðbólgu ?

Sævar Helgason, 27.4.2008 kl. 19:49

2 identicon

Tók eftir þessu í dag þegar ég fékk mér kjúkling hjá þeim í Nóatúni. Þeir eru góðir en ég verð að viðurkenna það að mér brá mjög þegar ég sá verðið. Hef ákveðið að kaupa ekki fleirri kjúklinga hja þeim í mótmælaskyni sama gildir um bakari þar hækkaði kaffið úr 150 krónum í 200 krónur kaffibollinn. Olis býður í samstarfi við Kaffitár kaffi könnu á 1990 krónur og inn í því verði getur þú drukkið að vild kaffi  hjá þeim það sem er af árinu.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband