Vaktakerfið tekur ekki gildi. Uppsagnir dregnar til baka

Skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingar á LSH munu draga uppsagnir sínar til baka og yfirstjórn sjúkrahússins hefur fallist á að fyrirhugaðar breytingar á vaktafyrirkomulaginu taki ekki gildi og að núverandi fyrirkomulag gildi til 1. maí 2009.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mbl.is náðist samkomulag fyrir skömmu og mun verða skipuð nefnd sem á að finna leið til að að laga vinnutíma hjúkrunarfræðinganna að vinnutímatilskipun ESB og á sú nefnd að skila niðurstöðu fyrir næstu áramót.

Í tilkynningu frá yfirstjórn LSH segir: „Vinnuhópurinn skal  skipaður einum skurðhjúkrunarfræðingi og einum svæfingahjúkrunarfræðingi og tveimur einstaklingum tilnefndum af stjórnendum spítalans auk oddamanns sem heilbrigðisráðherra tilnefnir."

Það er ánægjulegt,að þetta samkomulag skuli hafa náðst.Báðir aðilar hafa gefið eftir, yfirstjórn spítalans dregið vaktakerfið,nýja til baka. Það tekur ekki gildi næsta árið.Og hjúkrunarfræðingar dregið uppsagnir sínar til baka eða frestað þeim í 1 ár.Væntanlega næst síðan framtíðarlausn á því

ári sem nú er til  stefnu.

 

Björgvin Guðmundsson

Hjúkrunafræðingar skoða samningsdrög.

Hjúkrunafræðingar skoða samningsdrög. mbl.is/Frikki

 

 


mbl.is Vaktakerfið dregið til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband