Föstudagur, 2. maí 2008
Splundruð þjóð.Mikil misskipting
Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, sagði í ræðu sem hann hélt baráttusamkomu verkalýðshreyfingarinnar á Ingólfstorgi í Reykjavík í dag að við stofnun lýðveldisins hafi liðsheildin skipt sköpum. Þá hafi þjóðin verið samtaka um að enginn einstaklingur hafi verið meira virði en þjóðin.
Nú sé hins vegar öldin önnur, Þjóðinni hafi verið sundrað. Búið sé að telja þjóðinni trú um að eðlilegt sé að stjarnfræðileg uppsöfnun eigi sér stað innan takmarkaðs hóps ofurlaunaaðalsins á meðan aðrir hópar sitji eftir. Það er ekki ásættanlegt að 2500 fjölskyldur þurfi matargjafir fyrir jólin á meðan einkaþotuliðið heldur upp á afmæli sín fyrir hundrað milljónir," sagði hann. Það er ekki ásættanlegt að launafólk sé með 120.000 krónur í mánaðarlaun á meðal ofurlaunaaðallinn er með fimm milljónir."
Árni sagði þjóðina aldrei hafa fengið neitt á silfurfati og að nú reyni enn á ný á þolrif hennar Vikan hafi ekki byrjað gæfulega. Verðbólgan sé nú hærri en hún hafi verið í áraraðir og yfirvöld hafi ákveðið að ráðast í niðurrif á velferðarkerfinu. Talað sé um einkavæðingu Landspítalans í fullri alvöru og við það beitt vel þekktum blekkingaraðferðum. Almenningur muni hins vegar aldrei samþykkja að velferðarkerfið verði fært einkavinum ráðamanna að gjöf.
Ögmundur Jónasson flutti 1,mai ræðu í Vestmannaeyjum og Ingibjörg Guðmundsdóttir talaði á Húsavík. Lögð var mikil áhersla á það í ræðum 1.mai að verja lífskjörin og velferðarkerfið. En ræðumenn drógu víða fram,að misskipting væri mikil í þjóðfélaginu og að hún hefði aukist.
Björgvin Guðmundsson
Formaður SFR: Splundruð þjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.