Sjálfshól

Jóhanna Sigurðardóttir félags-og tryggingamálaráðherra sagði í viðtali við  Bylgjuna og Stöð  2 í hádeginu í dag,að aldrei hefði verið gert eins mikið í velferðarmálum á jafnstuttum tíma og í tíð núverandi ríkisstjórnar.Ekki  veit ég hvort þetta er rétt. En hitt veit ég,að ef rætt er um málefni aldraðra og  öryrkja hefur verið gert  mun minna í tíð núverandi stjórnar en gert var með samkomulagi LEB og ríkisstjórnarinnar 2006. Þar munar mest um það,að  lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur enn ekki verið leiðréttur til hækkunar um eina krónu.Þvert á móti hefur í því efni miðað aftur á bak. Því var lofað,að lífeyrir aldraðra mundi duga fyrir framfærslukostnaði. Við það hefur ekki verið staðið.Því var lofað 2006 og 2003,að  lífeyrir aldraðra og öryrkja mundi fylgja  breytingum á lágmarkstekjutryggingu launþega í dagvinnu. Við það var ekki staðið í kjölfar kjarasamninga nú. Þar vantar 9100 kr. á mánuði upp á að bætur lífeyrisþega standi jafnfætis lágmarkstekjutryggingunni.Það þarf kjark til þess að koma fram fyrir alþjóð og segja,að meira hafi verið gert í velferðarmálum en áður þegar staðan er þessi. Það vinnst ekkert með því að lemja hausnum við steininn.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband