Föstudagur, 2. maí 2008
Þurfum samhenta sókn gegn verðbólgu
Verkalýðshreyfingin hefur skilað samfélaginu ómældum ávinningi á fyrri árum með því að veita mikilvæga forystu við aðstæður eins og nú eru uppi, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar meðal annars í 1. maí-ávarpi sínu um nýja þjóðarsátt um árangur í efnahagsmálum. Nú er slík forysta mikils metin og ríkisstjórnin er reiðubúin til samstarfs, og brýnasta verkefnið er samhent sókn gegn verðbólgu. Á henni græðir enginn Enginn græðir á verðbólgu, hér eru allir með í tapinu og þurfa allir að leggja sitt af mörkum ef sigur á að nást.
Ég tek undir þessi orð Ingibjargar Sólrúnar. Það þarf samhenta sókn gegn verðbólgu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.