Aldraðir: Hvað hefur áunnist með stjórnarsamstarfinu?

Ein aðalástæðan fyrir því að Samfylkingin gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn  var sú,að ná fram umbótum í velferðarmálum. Nokkuð hefur áunnist í velferðarmálum almennt en í málefnum aldraðra og öryrkja er árangurinn lítill enn.Hverju hefur Samfylkingin komið fram af stefnumálum sínum fyrir aldraða og öryrkja,sem ekki var í pípunum áður og hefði náð fram að ganga hvort sem var? Hvað hefur áunnist fyrir aldraðra og öryrkja og tekið gildi vegna aðildar Samfylkingarinnar að ríkisstjórninni,sem ekki hefði komist á ella. Svarið er: (Haldið ykkur fast) Ekkert. Þetta er ótrúlegt. En svona er það samt. Aðalmálið,sem komist hefur á,afnám skerðingar tryggingabóta vegna tekna maka  var í pípunum áður. Landssamband eldri borgara segir,að fyrri ríkisstjórn hafi verið búin að lofa því að þetta mál tæki gildi um síðustu áramót. Eitt smámál hefur tekið gildi en það er svo sérstætt að varla tekur því að nefna það. Það er 90 þús. kr. frítekjumark á ári fyrir fjármagnstekjur.Menn mega sem sagt hafa 90 þús. kr. í fjármagnstekjur án þess að það skerði tryggingabætur. Þetta var talið mikilvægara en að setja frítekjumark  fyrir lífeyrissjóðstekjur.Aðrar minni háttar lagfæringar voru allar í pípunum.Sem sagt.: Samfylkiungin á eftir að efna sín aðalloforð í málefnum aldraðra og öryrkja

 

Björgvin GuðmundssonS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

h


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott innlegg. Þessi ríkisstjórn hefur nánast ekkeret gert fyrir aldraða. Tek undir það hjá þér. Það hefur því miður komið í ljós að Samfylkingin ætlar að reynast eins og Framsók gerði, undirlægja. Ég fæ ekki séð að þeir komi fram eða reyni að koma fram með sjónarmið sín. Samfylkingin hefur brugðist kjósendum sínum.

Nú er auðvitað að koma í ljós að Samfylkingin er bara gamli Alþýðuflokkurinn endurborinn undir nýju nafni.  Hér er aftur á ferðinni ný "viðreisnarstjórn" - og guð hjálpi okkur ef hann hefur tíma!

Gylfi Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband