Guðni vill,að stjórnin fari frá

Það er runnin upp ögurstund þegar stýrivextir eru hér þeir hæstu í veröldinni, verðbólgan mælist 12% í apríl, gengi íslensku krónunnar hefur fallið um 30%, við blasa spár um hrun á eignum almennings, greiðslubyrði heimilanna margfaldast, gjaldþrot eru hafin í atvinnulífinu með tilheyrandi atvinnuleysi og hörmungum sem bitna á launafólki.

Þetta sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í dag. „Ríkisstjórnin er ekki starfi sínu vaxin og ekki á vetur setjandi. Hún verður að taka sig á eða fara frá," sagði hann.

Guðni sagði að framsóknarmenn hefðu ekki við núverandi aðstæður mestar áhyggjur af bankakerfinu sem væri sterkt þrátt fyrir ákveðið offar á síðustu árum.

„Við höfum miklu meiri áhyggjur af stöðu heimilanna, stöðu fólksins í landinu, stöðu unga fólksins, barnafólksins, og því að launafólkið verði látið bera þungann og áfallið af kreppunni.

  Guðni er kokhraustur. Hann talaði líka um ESB og sló þar úr og í enda er Framsókn klofin í því máli. Valgerður,Magnús Stefánsson og Jón Sigurðsson eru með aðild en  Guðni og Bjarni Harðar

á móti.

 

Bjögvin Guðmundsson


mbl.is Guðni: Það er runnin upp ögurstund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Guðni rís úr rekkju eftir 10 mánaða kvíld og verður hugsað til Sjálfstæðisflokksins:

Upp er runnin ögurstund

enn er í mér kraftur

Allt að ári fékk mér blund 

Ef þú vilt mig aftuir 

Jón Halldór Guðmundsson, 4.5.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband