Mánudagur, 5. maí 2008
Vöruverð hækkar mest í lágvöruverðsverslunum
Verð á vörukörfu ASÍ hækkaði um 5-7% í lágvöruverðsverslununum milli 2. og 4. vikunnar í apríl. Mest hækkaði verð vörukörfunnar í Bónus um 7,1%, í Nettó nam hækkunin 6,6%, í Kaskó 5,7% og í Krónunni 5,4%.
ASÍ segir, að mun minni breytingar hafa orðið á verði vörukörfunnar í öðrum verslunarkeðjum en þar hækkaði karfan um 0,5-1% á sama tímabili.
Verðlagseftirlitið mælir breytingar á verði vörukörfu sem endurspeglað getur almenn innkaup meðalheimilis. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar mat- og drykkjarvörur eins og t.d. brauðmeti, morgunkorn, pasta, kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, pakkavörur, kaffi, gos, safa, auk hreinlætis- og snyrtivara.
Það er slæmt,að lágvöruverðsverslanir skuli sjá sig knúnar til þess að hækka vöruverð mest í kjölfar gengislækkunar krónunnar. Það hefur verið skorað á alla aðila að reyna að halda vöruverði sem mest niðri til þess að verðbólgan æði ekki áfram. Það er mjög slæmr,ef lágvöruverðverslanir geta ekki tekið þátt í slíku átaki.
Björgvin Guðmundsson
Vöruverð í lágvöruverslunum hækkar um 5-7% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ferlegt, svo vægt sé til orða tekið...... Ég má nú samt til að segja ykkur frá því að ég var stödd í Versluninni 10-11 í Setbergi þ. 1. maí til að kaupa blómvönd handa afmælisdrengnum mínum, þegar ég rak augun í þurrkaðar ferskjur sem ég kaupi stundum í Bónus. Í Bónus kosta þær 149 nýlega búið að hækka þær. En í umræddri 10-11 verslun kostuðu þær 399 kr. Hvað eigum við að láta þetta viðgangast lengi. Ég keypti líka díselolíulítrann á 163,8 kr. í gær á Orkunni. Og svo er talað um að vera umhverfisvænn og keyra á dísel. Ég er ykkur að segja farin að verða langþreytt á þessu háalvarlega ástandi og verst er að þeir blæða mest sem minnst hafa. Og lítið er aðhafst af hálfu ríkisins.
Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 6.5.2008 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.