Tilskipanir ESB hafa mikil áhrif á sveitarfélögin

Þetta eru helstu hagsmunasamtök sveitarfélaga í Evrópu og sem slík eru þau viðsemjendur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um ýmis mál, stundum á forstigi, stundum ekki. Þau gæta hagsmuna gagnvart Evrópusambandinu með því að upplýsa kjörna fulltrúa og embættismenn framkvæmdastjórnar,“ segir Anna Margrét Guðjónsdóttir, forstöðumaður Brusselskrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga, um hlutverk Evrópusamtaka sveitarfélaga, sem funda hér í Reykjavík í vikunni.

„Það eru sveitarfélagasamtök þrjátíu og sex landa í þessum samtökum. Þau sinna ýmsum öðrum verkefnum en hagsmunagæslu gagnvart ESB, enda var upphaflegt hlutverk þeirra að efla samvinna sveitarfélaga í Evrópu, sem er enn eitt af lykilhlutverkum þeirra.

Fundurinn er haldinn tvisvar á ári, en ástæða þess að hann er á Íslandi núna er sú að Samband íslenskra sveitarfélaga opnaði skrifstofu í Brussel fyrir tæplega tveimur árum og síðan hefur þátttaka íslenskra sveitarfélaga í starfinu aukist mjög mikið. Við lögðum í framhaldinu fram tillögu um að fundurinn yrði haldinn hér og samtökin féllust strax á það. Það er verið að ræða nýja stjórnarskrá ESB og margt fleira. “

Tilskipanir ESB hafa mjög mikil áhrif á sveitarfélögin. Það skiptir því miklu máli,að fá að vita um nýjar tilskipanir strax á undirbúningsstigi. Samband ísl. sveitarfélaga setti upp skrifstofu íi Brussel til þess að afla vitneskju um nýjar tilskipðanir strax  frá byrjun. Áður hafði utanríkisráðuneytið unnið gott starf í því efni að tryggja upplýsingaflæði um nýjar tilskipanir,sem varða sveitarfélögin.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


mbl.is Sveitarfélagasamtök ESB funda í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband