Þriðjudagur, 6. maí 2008
Tilskipanir ESB hafa mikil áhrif á sveitarfélögin
Það eru sveitarfélagasamtök þrjátíu og sex landa í þessum samtökum. Þau sinna ýmsum öðrum verkefnum en hagsmunagæslu gagnvart ESB, enda var upphaflegt hlutverk þeirra að efla samvinna sveitarfélaga í Evrópu, sem er enn eitt af lykilhlutverkum þeirra.
Fundurinn er haldinn tvisvar á ári, en ástæða þess að hann er á Íslandi núna er sú að Samband íslenskra sveitarfélaga opnaði skrifstofu í Brussel fyrir tæplega tveimur árum og síðan hefur þátttaka íslenskra sveitarfélaga í starfinu aukist mjög mikið. Við lögðum í framhaldinu fram tillögu um að fundurinn yrði haldinn hér og samtökin féllust strax á það. Það er verið að ræða nýja stjórnarskrá ESB og margt fleira.
Tilskipanir ESB hafa mjög mikil áhrif á sveitarfélögin. Það skiptir því miklu máli,að fá að vita um nýjar tilskipanir strax á undirbúningsstigi. Samband ísl. sveitarfélaga setti upp skrifstofu íi Brussel til þess að afla vitneskju um nýjar tilskipðanir strax frá byrjun. Áður hafði utanríkisráðuneytið unnið gott starf í því efni að tryggja upplýsingaflæði um nýjar tilskipanir,sem varða sveitarfélögin.
Björgvin Guðmundsson
Sveitarfélagasamtök ESB funda í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.