Verða bankarnir fyrir áhlaupi?

Litlar líkur eru á því að íslensku bankarnir komist hjá því að verða fyrir áhlaupi. Jafnvel má ætla að hljóðlátt bankaáhlaup sé hafið. Þetta segir bandaríski hagfræðingurinn Robert Z. Aliber en hann hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands í gær.

„Mig grunar að enginn eigandi jöklabréfa eða bankaskuldabréfa sem nálgast gjalddaga muni endurnýja þau á næstunni og ég giska á að flestir yfirmenn fjárstýringar stórfyrirtækja séu farnir að flytja fé sitt til banka utan Íslands,“ segir Aliber.

Aliber hefur rannsakað eignaverðsbólur víða um heim í áratugi og segir einkennin sem sjá má í íslensku efnahagslífi dæmigerð fyrir þá þróun sem átt hefur sér stað víða. Hann leggur til að íslensku viðskiptabönkunum verði skipt upp í tvær einingar hverjum, annars vegar viðskiptabanka og hins vegar fjárfestingarbanka.

Aliber segir mikilvægt að gengi krónunnar verði lækkað til þess að draga úr viðskiptahallanum. Ekkert land geti haldið við jafnmiklum viðskiptahalla og hér hefur ríkt til lengdar. Þá telur hann nauðsynlegt að Seðlabankinn leggi verðbólgumarkmiðið á hilluna. 

Athyglisverð er hugmynd Aliber um skiptingu bankanna. Hann segir að skipta eigi starfsemi bankanna í tvennt: Í viðskiptabanka og fjárfestingarbanka.Ég er sammmála þessu. Svipuð hugmynd kom fram hjá VG. Það er ekki eðlilegt að blanda saman venjulegri viðskiptabankastarfsemi og miklu fjárfestingarbraski,sem bankarnir hafa staðið í.

 

   Björgvin Guðmundsson


mbl.is Bankaáhlaup hafið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir

Robert Z. Aliber er hagfræðingur og skoðanir þeirra eru sjaldan einróma. Sýn hagfræðinga á vandamálin eru yfirleitt æði misjöfn.

Ég er sammála því að verðbólgumarkmið séu leifar frá fyrri tímum. Seðlabankinn ætti hugsanlega að fella niður verðbólgumarkmið og í staðinn taka upp gegnsæi í ákvörðunartöku. Það er mikilvægt að hugsun og komandi aðgerðir Seðlabankans séu ljósar öllum, fyrirfram.

Ég get ekki dæmt um umsögn Robert Z. Alibers um bankana. En hitt veit ég að í staðinn fyrir að reka hæfa og hámenntaða starfsmenn, eins og t.d. þjóðhagfræðinga, frá störum, að þá ættu bankarnir nú þegar að vera með starfandi sameiginlegann vinnuhóp þjóðhagfræðinga og bankamanna sem hefði aðeins eitt verkefni: að koma með sameiginlegar lausnir á vandamálum líðandi stundar. Þessi vinnuhópur er sennilega ekki til. En hann ætti að vera í yfirvinnunni núna! En nei, þeir sérfræðingar sem bankarnir hafa verið að segja upp að undaförnu eru núna á leið til útlanda að leita sér að nýjum störfum. Eftir sitja svo 1-2 fullmenntaðir en úttaugaðir og yfirvinnu-þjakaðir sérfræðingar í hverjum banka fyrir sig. Í bönkum sem væla um að fá aðgang að ódýrum innfluttum Kínverjum og Indverjum.

Ég er sammála Robert Z. Aliber um fáránleika bindingu ISK við aðra gjaldmiðla. Þetta er umræða sem er spunnin af algerri vanþekkingu og jafnvel fávisku. Fáir virðast gera sér grein fyrir hvað það kostar þjóðir að tengja gengi gjaldmiðla síns við aðra gjaldmiðla.

Ég minni hér enn einu sinni á aðgerðir sænska seðlabankans árið 1992 eftir einhliða bindingu sænsku krónunnar við gengissamvinnu Efnahagsbandalagsins:

10 janúar - fjárlög Svíþjóðar kynnt og reynast vera með 71 SEK milljarða halla

26. ágúst - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 16 prósent

8. september - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 24 prósent

9. september - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 75 prósent

16. september - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 500 prósent

23. september - Sænska ríkisstjórnin gefur út ábyrgð fyrir alla banka í landinu, "enginn banki má verða gjaldþrota"

30. september - enn einn áfallapakkinn frá ríkisstjórninni kynntur

19 nóvember - klukkan 14.28 er einhliða fastgengi sænsku krónunnar gagnvart EMS-gjaldeyrisbandalagi EB lagt niður, og á augnabliki fellur sænska krónan 10 prósent. Síðan þá hefur sænska krónan aldrei náð sér alveg

Ég minni einnig á gengisfall breska pundsins sama ár. Gengi GBP gagnvart EMS var óverjandi - og þó var sú binding gagnkvæm.

Enn fjarstæðukenndari eru umræður um upptöku Evru. Þetta er verkefni sem tæki 10 ár og myndi gersamlega umbylta allri efnahagsstjórn og hugsunarhætti allra í hagkerfinu.

En stóra spurningin væri eftir sem áður: af hverju ættu Íslendingar að ganga í fátæktarklúbb Efnahagsbandalagsins? Af hverju? Efnahagsbandalagið er alltaf að verða fátækara og fátækara miðað við Bandaríkin.

1) Eins og er þá er þjóðarframleiðsla á mann í Efnahagsbandalaginu heilum 22 árum á eftir þjóðarframleiðslu á mann í Bandaríkjunum. Og ekki nóg með það, heldur fer þetta bil stækkandi. EU dregst alltaf meira og meira aftur úr BNA.

2) Framleiðni í Efnahagsbandalaginu er núna 18 árum á eftir framleiðni í Bandaríkjunum.

3) Rannsóknir og þróun í Efnahagsbandalaginu er 30 árum á eftir Bandaríkjunum

4) Atvinnuástand í Efnahagsbandalaginu er um 28 árum á eftir Bandaríkjunum. Atvinnuleysi í Efnahagsbandalaginu er núna í sögulegu lágmarki en er samt 7,2% að meðaltali, þrátt fyrir góðærin undanfarið.

Ef efnahagsástand heimlinna, hvað varðar fasteignalán, versnar til muna á næstunni, þá verða allir að sameinast um þjóðarlausn á því máli því það er öllum algerlega í óhag að heimilin verði illa úti. Fasteignaverð á Íslandi er nefnilega alls ekki fáránlega hátt miðað við þjóðarhag og miðað við fasteignamarkaði annarra landa. Þetta er svo jafnvel þó að það hafi miklar hækkanir átt sér stað undanfarin ár því fasteignaverð á Íslandi var of lagt áður en þessar nýju hækkanir slógu í geng. Verðið er aðeins svolítið of hátt og mun leiðréttast af sjálfu sér

sjá EuroChamber URL: Time Distance Study 2008 (benchmark study)

EU vs. USA vs. China

http://www.eurochambres.eu/content/default.asp?PageID=1&DocID=877

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband