Þriðjudagur, 6. maí 2008
Mikill halli á vöruskiptajöfnuði við útlönd
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var útflutningur í apríl 33,5 milljarðar en innflutningur 40,8 milljarðar. Vöruskiptajöfnuður var því óhagstæður um 7,2 milljarða, samkvæmt bráðabirgðatölum, en í fyrra var vöruskiptajöfnuður í apríl óhagstæður um 11,1 milljarð.
Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 2,8 milljarða í mars en í mars í fyrra var hann óhagstæður um 4 milljarða á sama gengi. Fluttar voru út vörur fyrir 34,3 milljarða og inn voru fluttar vörur fyrir 37,1 milljarð. Vöruskiptajöfnuður fyrstu þrjá mánuði ársins var óhagstæður um 24,7 milljarða. Fyrstu þrjá mánuði ársins minnkaði útflutningur um 11,4% en innflutningur jókst um 2,4% á föstu gengi, að því er fram kemur í Hagvísum Hagstofu Íslands.
Þrátt fyrir mikið gengisfall íslensku krónunnar,sem hefði átt að draga verulega úr eftirspurn eftir innfluttum vörum er hallinn mjög mikill enn. Ætla má þó að hallinn fari minnkandi ,þar eð hærra verð á innfluttum vörum hlýtur að draga úr kaupum á innfluttum varningi.
Björgvin Guðmundsson
Vöruskiptin í apríl óhagstæð um 7,2 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.