Finnland,fyrirmyndar þjóðfélag

Bogi Ágústsson átti ágætt viðtal við Matti Vanhanen,forsætisráðherra Finnlands í kvöld.Hann hefur verið  forsætisráðherra frá 2003. Vanhanen er fyrrverandi blaðamaður og ritstjóri,stjórnmálafræðingur að mennt. Í viðtalinu  ræddi Vanhanen efnahagsmál,utanríkis-og öryggismál,menntamál o.fl .Hann gat m.a. um það,að upp úr 1990 hefðu verið miklir erfiðleikar í efnahagsmálum Finnlands.Það tengdist m.a. því,að þá hrundu Sovetríkin og Finnar höfðu átt mikil viðskipti við þau.En Finnum tókst á aðdáunarverðan hátt að vinna sig út úr erfiðleikunum og í dag er blómlegt efnahags-og atvinnulíf í Finnlandi. Eitt af því,sem Finnar gerðu var að setja mikið fjármagn í rannsóknir og þróun en það átti stóran þátt í að efla hátækniiðnað í Finnlandi og iðnað yfirleitt. Þá hefur aðild Finnlands að ESB einnig reynst Finnum vel. Þeir eru eina Norðurlandaþjóðin,sem hefur tekið upp evru. Finnar hafa verið mjög heilir í aðild sinni af ESB. Samvinna Finna við Rússa gengur vel enda þótt smávægilegir hnökrar séu á samstarfinu öðru hverju. Finnar hafa engar ráðagerðir uppi um að ganga í NATO en þeir hafa mikla samvinnu við bandalagið. Þeir hafa lagt ESB til hersveitir.

Viðtalið við Vanhanen var mjög áhugavert og verður ef til vill fjallað nánar um það síðar hér.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband