Aldraðir: Lífeyrir einhleypra ekki hækkaður um eina krónu á heilu ári!

Stjórnarflokkarnir lofuðu því fyrir síðustu kosningar,að þeir mundu bæta kjör aldraðra verulega ef þeir kæmust til valda. Og þar var ekki átt við að halda í við hækkun verðlags og launa heldur hækkun lífeyris umfram það.Nú hafa  þeir verið tæpt ár við völd og á þeim tíma hefur lífeyrir  aldraðra einhleypinga ekki hækkað um eina krónu!Og hið sama er að segja um aldraðra,sem eiga maka,sem ekki hafa neinar tekjur aðrar en lífeyri TR.Hjá þeim hefur heldur ekki orðið hækkun á lífeyri um eina krónu. Á árinu 2007 nam lífeyrir aldraðra ( grunnlífeyrir,tekjutrygging,heimilisuppbót)  100 % af lágmarkslaunum verkafólks. Nú nemur lífeyrir aldraðra aðeins 94% af lágmarkslaunum verkafólks. Eru þetta efndir á kosningaloforðunum, að lækka lífeyrinn sem hlutfall af launum í stað þess að hækka hann?

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband