Miðvikudagur, 7. maí 2008
ASÍ vísar gagnrýni Haga á bug
Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ vísar á bug gagnrýni Finns Árnasonar forstjóra Haga á verðkönnun ASÍ sem fjallað var um í blaðinu í gær. Sagði Finnur niðurstöðu könnunarinnar ekki geta staðist og véfengdi vinnubrögð ASÍ.
Gylfi segir verðkönnun ASÍ mæla það verð sem neytendur standa frammi fyrir, sem vissulega geti tekið breytingum. En það vekur athygli okkar að þessar sveiflur virðast vera svolítið í eina áttina og billegt að reyna að útskýra það með því að Alþýðusambandið sé óvandað í sínum vinnubrögðum, frekar en að verslunareigendur leiti skýringa hjá sér sjálfum, segir Gylfi og vísar gagnrýni Haga til föðurhúsanna. Hagar hafa valið sér þennan málflutning, að gagnrýna Alþýðusambandið í sínum störfum. Ég held að mönnum sé minnisstætt hvernig Hagar reyndu að hafa áhrif á mælinguna síðastliðið haust og var það þeim ekki til virðingarauka.
.
Það er slæmt,að verslunareigendur skuli tortryggja verðkannanir ASÍ. Það er að vísu fyrst og fremst Hagar sem hafa gert það. en verðkannanir þurfa að njóta trausts.
Björgvin Guðmundsson
Vísa gagnrýni Haga á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.