Mannréttindanefnd Sþ verður svarað fyrir þinglok

Einar K Guðfinnsson,sjávarútvegsráðherra upplýsti á alþingi í dag,að Mannréttindanefnd Sþ. yrði svarað fyrir þinglok alþingis og mundi svarið væntalega verða rætt á þingi,Einar sagði,að svarið yrði líklega bæði fræðilegt og pólitískt.

Fróðlegt verður að sjá svar ráðherra. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ríkisstjórnin ætli að  sníða vankantana af kvótakerfinu svo Mannréttindanefnd Sþ. geti samþykkt að ekki verði um mannréttindabrot að ræða en nefndin telur,að svo sé í dag.Líklega verður svarið einhver moðsuða sem segir ekki eitt eða neitt.Ef ráðherra ætlar að leika slíkan leik fáum við málið í hausinn aftur frá nefndinni. Það verður að breyta kvótakerfinu,innkalla kvótana og úthluta þeim upp á nýtt eða afnema kerfið með öllu og láta bjóða allar veiðiheimildir upp.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband