Aldraðir: Stjórnarflokkarnir svara ekki!

Fyrir síðustu helgi sendu  Landsamband eldri borgara (LEB) FEB í Reykjavík og 60+ í Samfylkingunni  ásamt SES,Samtökum eldri sjálfstæðismanna erindi til þingflokka stjórnarflokkanna. Erindið var að fara fram á það,að lífeyrir aldraðra væri leiðréttur um 9.100 kr. á mánuði vegna nýgerðra kjarasamninga.Erindið  mun hafa verið tekið fyrir  í þingflokkunum á mánudag en ekkert svar hefur borist.Mér finnst erindi allra þessara mikilvægu aðila ekki hafa verið meðhöndlað af fullri alvöru í þingflokkum stjórnarflokkanna.Það er eins og það hafi aðeins verið lagt fram til kynningar en engin afstaða tekin til  hins mikilvæga erindis og ekkert svar gefið. Þetta er óviðunandi afgreiðsla.Hér voru ekki aðeins samtök eldri borgara að senda erindi,heldur einnig samherjar í báðum stjórnarflokkunum en það virðist engu breyta. Erindinu er samt stungið undir stól.

Framangreind samtök lögðu vinnu í málið. Þau komust að  þeirri niðurstöðu að launþegar hefðu fengið 16% hækun á lágmarkstekjutryggingu  í dagvinnu og hún verið hækkuð í 145 þús. kr. á mánuði en lífeyrisþegar hefðu aðeins fengið 7,4% hækkun  og lífeyrir þeirra hækkaður í 135.900 kr, á mánuði. Það vantar því 9100 kr. á mánuði upp á að lífeyrir sé sá sami og launin.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband