Fimmtudagur, 8. maí 2008
Jóhanna vill hætta að skerða lífeyri almannatrygginga vegna tekna úr lífeyrissjóði
Jóhanna Sigurðardóttir,félags-og tryggingamálaráðherra flutti ræðu um lífeyrismál á alþjóðlegri ráðstefnu um þau mál í gær. Þar sagði hún,að lífeyrissjóðir og almannatryggiingar þyrftu að spila saman . Óviðunandi væri að þessir aðilar væru að skerða hvor hjá öðrum. Ekki ætti að skerða lífeyri TR vegna tekna úr ríkissjóði og heldur ekki að skerða greiðslur úr lífeyrissjóði vegna tekna frá TR. Þetta er góð stefna hjá Jóhönnu og lofar góðu ef hún kemst í framkvæmd. Mér fannst að vísu,að Jóhanna legði jafnvel meiri áherslu á það í ræðu sinni,að lífeyrissjóðir mættu ekki skerða greiðslur vegna tekna úr almannatryggingum. Þar mun Jóhanna hafa átt við nýlega dæmi um að lífeyrissjóðir skertu greiðslur til öryrkja vegna þess að þeir höfðu haft of miklar tekjur áður. Af þeim sökum þurfti TR síðan að auka greiðslur til öryrkjanna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.