Það þarf að byrja á Sundabraut

Full samstaða er um það í borgarstjórn að velja Sundagöng, þ.e. leið I, þegar valið um Sundabraut stendur á milli leiðar I og III. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður borgarráðs ítrekaði þetta á opnum fundi um Sundabraut í ráðhúsinu í gær og sagði leið I betri þótt hún væri dýrari en leið III sem Vegagerðin mælti með.

 „Þegar þessar tvær tillögur eru bornar saman hvað varðar þá framtíðarsýn sem við viljum sjá í umferðarmálum borgarinnar, þá finnst mér leið I bera af,“ sagði Vilhjálmur. „Hún er vissulega dýrari,“ bætti hann við. „Það er auðvitað það, sem ráðamenn eru að velta fyrir sér og það er skiljanlegt. Auðvitað munar um níu milljarða króna þegar horft er til þeirrar miklu upphæðar sem þetta kostar. Vegagerðin mælir með leið III og ég skil það ósköp vel. Vegagerðin horfir kannski þeim augum á framkvæmdina að leið III dugi og þess vegna mæla þeir með henni. En þarna erum við ekki sammála. Ég veit ekki af hverju við erum ekki sammála.“

Í máli Jónasar Snæbjörnssonar umdæmisstjóra Vegagerðarinnar kom fram að leið I, Sundagöng, kosti 32 milljarða en leið III 23 milljarða. Kostir leiðar I fram yfir leið III eru minni heildarumhverfisáhrif og betri landnýting. „Við vitum að jarðgangaleiðin er í meiri sátt við íbúasamtök og leiðir til minni umferðar á austurhluta Miklubrautar og mið- og norðurhluta Sæbrautar. Þá mun hún ekki trufla siglingaleiðir.“

Leið III mun leiða til minni umferðar á Ártúnsbrekku, Höfðabakka og Gullinbrú og þá hefur verið reiknað út að minni heildarakstur verður á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins. „Þar með auðvitað minni útblástur og slíkt. Á leið III er þá auðveldara að vera með göngu- og hjólaleiðir.“

Það er  orðið tímabært að taka akvörðun um Sundabraut og hefja framkvæmdir.Málið er búið að veltast í kerfinu  árum saman. Mér sýnist að  leið 1 sé best enda  þótt hún sé dýrarii,En aðalatriðið er  að taka ákvörðun og hefjast handa.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka Til baka


mbl.is Borgarstjórn vill leið I þótt hún sé dýrari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband