Fimmtudagur, 8. maí 2008
Alþingi gagnrýnir slæm kjör aldraðra
Miklar umræður urðu í dag á alþingi um bág kjör lífeyrisþega og það að eldri borgarar skyldu ekki fá sömu hækkun á lífeyru eins og launþegar fengu á launum sínum í feb.sl. Þingmennirnir Kristinn Gunnarsson,Guðjón Arnar Kristjánsson og Birkir Jón Jónsson gagnrýndu harðlega að launþegar skyldu hlunnfarnir í kjölfar kjarasamninga. Vísuðu þeir í samkomulag við eldri borgara frá 2006 um viðmið. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sagði,að samkomulagið 2006 hefði ekki gilt á þessu ári.En þegar lífeyrisþegar,sem ekki væru í lífeyrissjóði hefðu fengið 25 þús. kr. viðbóarlífeyri þá yrðu þeiir komnir með meira en 145 þús. á mánuði,eða yfir 150 þús. Guðjón Arnar sagði,að vegna skerðinga og skatta yrðu ekki nema 8-10 þús. kr. eftir af 25 þús krónunum.
Ég tel furðulegt,ef ríkisstjórnin ætlar fyrst að skerða kjör lífeyrisþega um 9100 kr. á mánuði í kjölfar kjarasamninga og síðan að segja,að það verði bætt með 25 þús. ( 8-10 þús) sem búið var að ákveða um kosningar að þeir sem væru ekki í lífeyriussjóði mundu fá. Umræddar 25 þús. kr. hafa ekkert með kjarasamningana í feb. að gera.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.