Fimmtudagur, 8. maí 2008
Pakkinn fyrir eldri borgara 2006 stærri en nú
Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra segr,að aldrei hafi verið gert jafnmikið fyrir eldri borgara á jafn skömmu tíma og í tíð núverandi stjórnar. Þetta er ekki rétt.Það,sem hefur fyrst og fremst verið gert og tekið gildi er tvennt: Afnám skerðingar á tryggingabótum aldraðra og öryrkja vegna tekna maka.Og ákvörðun sumarþingsins 2007 um að hætta skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna 70 ára og eldri.Annað sem skiptir verulegu mali hefur ekki tekið gildi. Þessi " pakki" fyrir eldri borgara er ekki stærri en "pakkinn" sem fólst í samkomulagi eldri borgara við ríkisstjórnina 2006.Þá voru ákveðnar hækkanir á lífeyri aldraðra umfram það sem eingöngu leiddi af gerð kjarasamninga.Nú hefur lífeyrir aldraðra ekkert verið hækkaður umfram það,sem leiðir af nýjum kjarasamningum og 9100 kr. á mánuði vantar upp á,að hækkun lífeyris sé jöfn hækkun lágmarkslauna í feb. Í þessum samanburði þýðir ekki að telja upp hluti,sem ekki hafa tekið gildi,
Kostnaður við afnám bótaskerðingar vegna tekna maka er áætlaður 1350 millj. kr. á þessu ári en 1800 millj. kr. á heilu ári. Kostnaður við að draga úr ofgreiðslum og vangreiðslum er áætaður 345 millj, kr í ár og 460 millj. kr á heilu ári. Kostnaður við að auka vasapeninga vistmanna á hjúkrunarheimilum er 35 millj., kr í ár en 5o millj, á ´heilu ári. Alls er kostnaður 1,7 milljarðar í ár en 2,8 milljarðar á heilu ári, Ef við bætum við kostnaðinum við 100 þús. kr. frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra og öryrkja,sem tekur gildi, 1.júli ( ásamt kostnaði af 25 þús. kr. lífeyri á mánuði fyrir þá,sem ekki eru í lífeyrissjóði) þá hækkar kostnaður í ár í 2,7 milljarða og á heilu ári í 4,8 milljarða.Samt er pakkinn nú minni en pakkinn 2006 enn sem komið er.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.5.2008 kl. 10:06 | Facebook
Athugasemdir
Rétt hjá þér.
En ég skal lofa þér því að söngurinn um meint "svik Framsóknar" mun lifa af þessi raunverulegu "svik Samfylkingar" gagnvart öldruðum - hvað sem Ingibjörg Sólrún segir um fréttastofu Stöðvar 2.
Reyndar er vandinn í báðum tilfellum Sjálfstæðisflokkurinn og kergja í fjármálaráðuneytinu.
Hallur Magnússon, 8.5.2008 kl. 22:17
Sæll Björgvin.
Þetta er allveg rétt hjá þér og rétt að vera vakandi yfir SANNLEIKANUM.
RÉTT ER RÉTT OG RANGT ER RANGT.
Takk fyrir.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 01:32
Maður er nú að verða þreyttur á blekkingartilraunum framsóknarmanna, sem hafa farið með þennan málaflokk í 12 ár en Samfylking í tæpt ár. En þessi sérhagsmunaklíka hverfur sem betur fer af þingi í næstu kosningum. Hitt er svo annað mál, Björgvin, sem þú hefur oft drepið á, en það er ranglætið varðandi skattlagningu fjármagnstekjuhluta lífeyrissparnaðar og þá ekki síst séreignarsparnaðarins. Flestir kæmu betur út með að leggja sömu upphæð fyrir á langtímasparnaðarbækur og borga bara fjármagnstekjuskatt af vöxtunum og sleppa þessu 2,1% mótframlagi launagreiðandans, en að greiða um 35% tekjuskatt af fjármagnstekjuhlutanum þegar séreignarsjóður er greiddur út.
ellismellur (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.