Eldri borgarar mótmæla of lágum lífeyrisgreiðslum

Kjaranefnd Félags eldri borgara í  Reykjavík   hefur  mótmælt  afgreiðslu ríkisstjórnarinnar á hækkun lífeyris til aldraðra í kjölfar  nýrra kjarasamninga Segir nefndin,að það vanti 9100 kr. á mánuði upp á að  lífeyrir aldraðra hafi hækkað til jafns við hækkun á  lágmarkslaunum  verkafólks. Lágmarkstekjutrygging launþega í dagvinnu hækkaði um 16% eða í 145 þús. kr. á mánuði en lífeyrir aldraðra hækkaði um 7,4% eða í 135.900 kr. Hér munar 9100 kr. á mánuði.Þess er krafist að þetta verði leiðrétt frá 1.febrúar. Samtök eldri borgara, eldri sjálfstæðismenn og 60+ í  Samfylkingu  óskuðu  þess við þingflokka stjórnarflokkanna,að þetta yrði leiðrétt en  svo virðist sem stjórnarflokkarnir ætli að hundsa erindið. Kjaranefnd segir,að leiðrétta verði þetta strax.Ekki megi fresta leiðréttingu.

Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða.Það er verið að hlunnfara eldri borgara.Það er verið að hafa af þeim 9100 kr. á mánuði,þegar það ætti að vera öfugt. Það ætti að hækka laun eldri borgara umfram það sem laun hækkuðu um. Það þýðir ekkert í þessu sambandi, að  vísa i það,að rikisstjórnin ætli að hækka lífeyri aldraðra eitthvað seinna á árinu. Við erum að tala um hækkun vegna kjarasamninga en ekki leiðréttingu síðar,t.d. vegna þess að eldri borgarar séu ekki í lífeyrissjóði. Það er allt annað mál og á ekki að blanda saman við  afgreiðslu vegna kjarasamninga.

 

Bj0rgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir þessi mótmæli þín, þó ég sé öryrki, en ekki eldri borgari. sé engar hækkanir í samræmi við það sem lægst launuðu launþegarnir fengu. Ég er ekki einu sinni með 135,9000 kr. Vantar um 10 þús uppá það.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband