Laugardagur, 10. maí 2008
Björgvin G. Sigurðsson Evrópumaður ársins
Á fundi Evrópusamtakanna í dag Evrópudaginn bar meðal annars til tíðinda að útnefndur var Evrópumaður ársins 2008 og varð Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra fyrir valinu. Björgvin þykir hafa verið ódeigur að halda uppi umræðu um Ísland og Evrópusambandið, kynna kosti aðildar og upptöku evru og er sannarlega vel kominn að þessu sæmdarheiti.
Ég er sammála þessu vali. Björgvin G. Sigurðsson er vel að því kominn. Hann er skeleggur baráttumaður fyrir inngöngu Islands í ESB og hefur verið óragur við að berjast fyrir skoðun sinni í þessu efni enda þótt hann sé í ríkisstjórn með Sjalfstæðisflokknum,sem er andvígur aðilkd að ESB.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Guðni Ágústsson ætti frekar að vera Evrópumaður ársins en Björgvin G!
Hallur Magnússon, 11.5.2008 kl. 12:51
Þetta voru víst verðlaun fyrir árið 2007!
Þá á Björgvin þau skilið! Ljóst að Guðni hlýtur að verða Evrópumaður ársins 2008!
Hallur Magnússon, 11.5.2008 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.