Laugardagur, 10. maí 2008
Sóltún á ekki rétt á 22,7 millj.,sem heimilið fer fram á.Hefur sennilega fengið 108 millj. kr. ofgreiddar
Hér fer á eftir kafli úr athugasemdum Ríkisendurskoðunar við rekstur Sóltúns.
Á grundvelli þeirra athugana sem Ríkisendurskoðun hefur gert á RAI-skráningu
hjá hjúkrunarheimilinu Sóltúni og gerð er grein fyrir telur
stofnunin að við skráningu upplýsinga fyrir árið 2006 hafi leiðbeiningum um
notkun gagnasafnshluta RAI-mælitækisins ekki verið fylgt með viðunandi hætti
sem aftur gerir það að verkum að þyngdarstuðull heimilisins fyrir það ár varð
hærri en ætla mætti. Gildi þyngdarstuðuls sem hafði mælst 1,26 varð við
endurútreikning 1,07. Vegna fyrirliggjandi kröfu forráðamanna Sóltúns um
22.712.963 kr. viðbótargreiðslu vegna ársins 2006 þykir rétt að ítreka að samningur
aðila gerir því aðeins ráð fyrir viðbótargreiðslum fari þyngdarstuðullinn
fram úr 1.20, sbr. 7. og 8. gr. hans.
Í fyrrnefndu bréfi heilbrigðisráðuneytisins til Ríkisendurskoðunar kemur fram
að það telji niðurstöður athugunarinnar þess eðlis að efni séu til að gera sambærilega
athugun á framkvæmd RAI-mats árin 2003, 2004 og 2005. Ráðuneytið
hefur þegar greitt Sóltúni 108 m.kr. vegna magnbreytinga þessi ár skv.
niðurstöðu sáttanefndar. Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að verða við beiðni
heilbrigðisráðuneytisins um athugun vegna þessara ára. Rétt er að taka fram
hér að forsvarsmenn Sóltúns telja að sátt frá 25. janúar 2007, sem gerð var á
grundvelli 16. gr. samningsins varðandi magnleiðréttingar vegna RAI-mats á
framangreindu tímabili, sé endanleg og bindandi fyrir aðila þar sem frestur sem
ráðuneytið hafði til að gera athugasemdir hafi runnið út 1. apríl 2007. Ráðuneytið
telur á hinn bóginn að í sáttinn hafi ekki falist viðurkenning á réttmæti
leiðréttingarinnar og því sé hún ekki bindandi fyrir það.
Athugasemdir Ríkisendurskoðunar eru mjög vel rökstuddar. Sóltún deilir við dómarann. Ásta Möller formaður heilbrigðisnefndar þorir ekki að styggja Sóltún og segir,að rekstur þess sé til fyrirmyndar.Hún tekur enga afstöðu til athugasemda ríkisendurskoðunar. Að vísu verður ekki séð hvað alþingi hefur með þetta mál að gera. Þetta er mál ráðuneytisins. Þetta snýst um það hvort Sóltún fer eftir samningi,Rai mati,lögum og reglugerð. Nú er talað um sáttanefnd. Ef Sóltún hefur tekið of mikla peninga er það ekki mál sáttanefndar. Þá á heimilið að endurgreiða.svo einfalt er það.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
..næst yngsta systir mín vinnur á Sóltúni á deild fyrir Altzeimer sjúklinga. Ríkisendurskoðun er sjálfsagt með rétt mat, enn hefur engan skilning á aðstæðum...Þess vegna er rökstuðningur Ríkisendurskoðunnar ranngur þótt útreikningur hennar sé réttur. Forsendurnar sem þeir gefa sér eru rangar. Þess vegna kemur þetta svona út. Ef "dómari" með heilbrigða skynsemi kemur ekki auga á þetta, er hann vanhæfur...
Óskar Arnórsson, 11.5.2008 kl. 03:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.