Sunnudagur, 11. maí 2008
Ætlar Vilhjálmur ekki að taka borgarstjóraembættið?
Í Reykjavíkurbréfi Mbl. í dag er rætt um ástandið í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins.Þar er m.a. vitnað i gamla forustugrein Mbl. ,þar sem sagt var að Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson hefði fallið frá því að taka við embætti borgarstjóra,þegar Ólafur F.Magnússon lætur af því starfi . Þetta kann að vera rétt túlkun. En ég skildi mál þetta svo á sínum tíma,að Vilhjálmur hefði fallið frá því að taka sjálfvirkt og án kosningar við embætti borgarstjóra eins og hann átti rétt á samkvæmt samkomulagimu við Ólaf F. Magnússon. En þess í stað ætlaði hann hugsanlega að taka þátt í kosningu um borgarstjóra í hópi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. M.ö.o. Hann ætlaði að sitja við sama borð og aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og vera í kjöri til borgarstjóra, þegar hann yrði kosinn.Þsð kemur sjálfsagt fljótlega í ljós hvor skilningurin er réttur.
Ástandið í meirihluta birgarstjórnar hefur lítið lagast. Það er hver uppákoman af annarri. Ólafur F. er ekki nógu góður borgarstjóri. Yfirlýsingar hans í ýmsum málum eru mjög misvísandi og iðulega verður hann tvísaga í málum. Það er ekki traustvekjandi,þegar æðsti embættismaður borgarinnar á í hlut.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.