Jóhanna: Samfylkingin ekki framlenging af Sjálfstæðisflokknum!

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn reiðubúinn að gera breytingar á heilbrigðisþjónustunni en einkavæðing komi ekki til greina. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir Samfylkinguna ekki framlengingu af Sjálfstæðisflokki.

Samfylkingin hélt í gær opinn fund um heilbrigðismál. Ingibjörg Sólrún segir heilbrigðis- og velferðarmál vera kjarnamál hjá Samfylkingunni. Hún benti á að 102 milljarðar króna fari í heilbrigðisráðuneytið á þessu ári en það er fjórðungur af fjárlögum.

Ingibjörg Sólrún segir að Samfylkingin styðji breytingar svo nýta megi betur það fé sem varið er til heilbrigðismála. Flokkurinn sé tilbúinn til að skoða mismunandi rekstrarform en einkavæðing komi ekki til greina.

Jóhanna segir mikilvægt að mál þróist ekki á þann veg að efnafólk fái betri og skjótari heilbrigðisþjónustu en aðrir. Hún segir Samfylkinguna hafa sjálfstæða stefnu í heilbrigðismálum.

Fsgna ber þeim ummælum forustumanna Samfylkingar að einkavæðing í heilbrigðiskerfinu komi ekki til greina. Hlutafélagsvæðing Landspítala hefur .þá væntanlega veriið slegin út af borðinu. Í ræðum Ingibjargar og Jóhönnu var sleginn nýr tónn og róttækari en áður.Einkum eru athyglisverð ummæli Jóhönnu um að Samfylkingin sé ekki framlenging af Sjálfstæðisflokki.Mér hefur virst Sjálfstæðisflokkur ráða nokkuð miklu í málefnum aldraðra og öryrkja,. Væntanlega benda ummmæli  Jóhönnu til þess að þar verði breyting á.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta var góð ráðstefna Samfylkingarinnar sem haldin var á Grand hóte í gær. 10.05  Mörg mikilvæg mál eru í undirbúningi- velferðarmál.   Velferðarmál sátu á hakanum hjá fyrri ríkisstjórnum - enda frjálshyggja í fyrirrúmi.   Samfylkingi á brýnt erindi í þessari ríkisstjórn.

Sævar Helgason, 11.5.2008 kl. 11:47

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Jóhanna er að reyna sitt til að halda kúrs. Veit ekki hvar Samfylkingin endar ef hennar nýtur ekki við - þótt hún eigi undir högg að sækja í húsnæðismálunum!

Samfylkingin og ríkisstjórnin þarfnast Jóhönnu!

Helblá frostrós í stað rauðrar kratarósar?

Hallur Magnússon, 11.5.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband