Mánudagur, 12. maí 2008
Tíðir fundir Rice og Ingibjargar Sólrúnar
Utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun koma til Íslands 30. maí. Aðeins er um að ræða dagsheimsókn en undirbúningur fyrir heimsóknina er á byrjunarstigi.
Rice kemur hingað til lands frá Stokkhólmi í Svíþjóð en þar mun hún taka þátt í ráðstefnu um málefni Íraks. Hún mun hitta helstu ráðamenn landsins og ræða við þá um mikilvæg mál, s.s. samskipti Bandaríkjanna og Íslands.
Stutt er siðan Ingibjörg Sólrún,utanríkisráðherra,var á ferð í Washington og hitti Rice þar.Fundir þeirra gerast því tíðir nú. Árni Páll Árnason,varaformaður utanríkismalanefndar alþingis segir í blaðaviðtali,að varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna sé lokið.En þrátt fyrir það munu þær Rice og Ingibjörg Sólrún sjálfsagt finna sér eitthvað til þess að tala um.
Björgvin Guðmundsson
Ræðir samskipti landanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.