Mánudagur, 12. maí 2008
Aðgerðarlitlu þingi að ljúka. Hvað liggur þingmönnum á?
Alþingi lýkur störfum eftir nokkra daga.Þingið heldur uppteknum hætti og flýtir sér í frí í stað þess að lengja verulega þingtímann og taka nægan tíma í veigamikil mál. Nú á lokadögum þingsins er t.d. verið að leggja fram stórmál,sjúkratryggingafrumvarp,sem getur haft miklar breytingar í för með sér Þingið hefur ekki tíma til þess að ræða þetta stórmál til hlítar en samt á að hespa því af! þetta eru óviðunandu vinnubrögð. Þegar litið er yfir þing vetrarins kemur mér fátt í hug,sem stendur upp úr. Þetta hefur verið aðgerðarlítið þing og engin merki hafa sést þess,að nýr flokkur jafnaðarmanna,Samfylkingin, sé komin í ríkisstjórn. Þetta er allt með svipuðum hætti og var áður meðan Framsókn var í stjórn. Helst minnist ég orkufrumvarps Össurar,iðnaðarráðherra. Þar er lagt bann við því að orkuauðlindir hins opinbera séu seldar einkaaðilum. Þar er um mikið umbótamál að ræða.
Björgvin Guðmundssin
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.