Ingibjörg Sólrún ræðir ESB við Breta

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, er í stuttri heimsókn í Bretlandi og fundaði hún í dag með breskum ráðamönnum og flutti erindi á hádegisverðarfundi bresk-íslenska verslunarráðsins, með bresku og íslensku viðskiptafólki.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að á fundi með Jim Murphy, ráðherra samskipta við Evrópu, var rætt um málefni Evrópusambandsins, Hatton Rockall-svæðið, öryggismál á Norðurslóðum og hvalveiðar.  Ráðherrarnir undirrituðu samkomulag um samstarf í varnarmálum.

Þá átti utanríkisráðherra fund um málefni öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna með háttsettum embættismönnum í breska utanríkisráðuneytinu.  Loks hitti ráðherra Malloch Brown lávarð, ráðherra málefna Afríku, Asíu og SÞ, og ræddu þau um þróunarsamvinnu, málefni Sómalíu, fæðuöryggi og áhrif verðhækkana um heim allan á matvælum.

Ráðherrarnir virðast ekki hafa verið feimnir að ræða málefni ESB en  þegar Geir Haarde forsætisráðherra hitti Gordon Brown forsætisráðherra Breta var tekið fram,að ekki hefði verið rætt um ESB!

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Utanríkisráðherra fundaði með breskum ráðamönnum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Bara gagnlegt að skoða samstarf við nágrannaþjóðir. Esb málið er á dagskrá núna. Framsókn er búin að gefa GRÆNT ljós á það!

Jón Halldór Guðmundsson, 12.5.2008 kl. 18:15

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Veit Geir af þessu?

Hallur Magnússon, 12.5.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband